100km - 2018

Skráningu lokið

100KM: 

Ræsing 00:01
Skráningargjald:
til 12. ágúst : kr. 18.900-
frá 12. ágúst: kr. 24.900-

100 km Hlaupaleiðin Hlaupið er ræst í Lystigarðinum í Hveragerði við Grunnskólann. Hlaupið er upp árgilið meðfram Varmá, framhjá gistiheimilinu Frosti og Funa, upp brekkuna og yfir götuna í átt að Hamrinum.

Hlaupinn er göngustígur sunnan Hamarsins og upp á hraunkantinn, út á gamla Kambaveginn neðan Hrauntungu (sumarhús).
Gamli vegurinn hlaupinn að reiðstíg sem liggur norður yfir Hamarinn, samsíða þjóðveginum.
Reiðstígurinn hlaupinn inn í dalinn þar til komið er á göngustíg sem liggur að bílaplani við Varmá innst í dalnum.

Þar er farin stikuð leið upp Rjúpnabrekkur og inn Reykjadalinn. Upp Klambragil úr Reykjadalnum við heita lækinn og inn á Ölkelduháls, þar til komið er að vegvísi (drykkjarstöð) sem vísar á Sleggjubeinsskarð á blá-stikaðri leið. Sú leið hlaupin sem leið liggur um Fremstadal, Miðdal, Þrengsli og Innstadal. Rétt innan við Þrengslin þarf að taka vinstri beygju af stígnum yfir lækinn og á vegslóðann sem liggur inn dalinn. Og af honum niður í Sleggjubeinsskarð, þar sem verður drykkjarstöð og salerni.

Hlaupin sama leið upp í skarðið aftur en þá tekin vinstri beygja inn á svart-stikaða leið sem liggur á kambinum milli Innstadals og Húsmúla. Sá hryggur hlaupinn alveg upp á Vörðu-Skeggja hæsta punkt Hengilssvæðisins 810 m.

Mikið og gott útsýni er af Skeggja í góðu veðri og unnt að virða fyrir sér fjallahring Þingvallasvæðisins og inn á hálendið. Af Skeggja er farin sama leið niður en stuttu eftir niðurleiðina er haldið áfram stikaða leið í suður og hlaupið á heiðum Hengilsins.

Þar er fljótlega komið að vegvísi sem bendir á Innstadal, og honum fylgt niður þar til komið er að kofa innst í dalnum. Stígum fylgt þar til komið er inn á sömu leið og farin var inn dalinn.

Hlaupin sama leið til baka að vegvísinum við Ölkelduháls og nú farið niður í Reykjadalinn norðan við Ölkelduhnjúkinn. Reykjadalurinn hlaupinn sömu leið og niður í Hveragerði hlaupið með hamrinum niður Árgil í Lystigarðinn í gegnum marklínuna þar er svo snúið við og sami hringur hlaupin aftur.


Þátttakendur:

Númer Nafn Fæðingarár Land
1 Sofus Poulsen 1965 Faroe Islands
2 Klara Guðbrandsdóttir 1976 Iceland
3 Lingþór Jósepsson 1971 Iceland
4 Ólafur Magnússon 1964 Iceland
5 Guðmundur Heimir Sveinbjörnsson 1974 Iceland
6 Jósef Magnússon 1977 Iceland
8 LESZEK SIENNICKI 1974 Poland
9 Daniel T Cooper 1971 United Kingdom
10 Benoit Branger 1984 France
11 Jón Sigurðsson 1957 Iceland
12 Halldóra Matthíasdóttir 1969 Iceland
13 Höskuldur Kristvinsson 1949 Iceland
14 Þóra Björg Magnúsdóttir 1967 Iceland
15 Sigríður Sigurðardóttir 1964 Iceland
16 Sigurður Þórarinsson 1967 Iceland
17 Vigfús Eyjólfsson 1967 Iceland
18 Lárus Kazmi 1989 Iceland
19 Adrien Albrecht 1987 Switzerland
20 Nick Ward 1968 United Kingdom
21 Marino Arnorsson 1971 Iceland
22 Andrew Bell 1976 Canada
23 Matt O'Keefe 1982 United Kingdom
24 Magni Hafsteinsson 1981 Iceland
25 Jakob Antonsson 1971 Iceland
26 Ágúst 1972 Iceland
27 Ágúst Friðmar Backman 1984 Iceland
28 Birgir Már Vigfússon 1982 Iceland
29 Joe Timmins 1973 United Kingdom
30 Þorsteinn Tryggvi Másson 1966 Iceland